Erlent

Gaddafi, Qaddafi eða Qadhafi?

Meira segja Google á í vandræðum með Gaddafi. Eru þið með ráð til þess að finna hann? Svo virðist vera að fólk eigi í stökustu vandræðum með að stafa nafn hans.

Breska dagblaðið Independent fjallar um það í dag að meira segja leitarvél Google eigi í vandræðum með það. Flestir Breskir miðlar segja frá því að leit að "Gaddafi" er í fullum gangi á meðan New York times leitar að "Qaddafi", Wall Street Journal "Gadhafi" og LA Times "Kadafi".

Ríkisstjórnin í Bretlandi notar "Qadhafi", menn virðast ekki alveg vera með það hreinu hvað maðurinn heitir í raun og veru.

Það furðulegasta við þetta nafnarugl er það að á dögunum fannst vegabréf hans, þar stóð "Gathafi".

Það er spurning hvort Google geti stungið upp á tillögu fyrir okkur í leitinni að "Gaddafi". 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×