Erlent

Ísland ekki á stuðningslista bráðabirgðastjórnarinnar

Mynd/AP
Rúmlega fjörutíu þjóðir hafa nú lýst yfir stuðningi við bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu. Danir og Finnar eru einu Norðurlöndin á listanum en þar eru einnig lönd á borð við Bretland, Bandaríkin og Holland. Þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um hvort til greina kæmi að Ísland færi á þennan lista fengust þær upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu að Íslendingar hafi fylgt þeirri stefnu að viðurkenna þjóðríki, en ekki einstaka ríkisstjórnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×