Erlent

Fellibylurinn Irene stefnir á Bandaríkin

Fellibylurinn Irene hefur herjað á Bahamaeyjar í nótt og er nú á leið í átt að vesturströnd Bandaríkjanna.

Irene er orðinn að þriðja stigs fellibyl og því sá sterkasti hingað til á yfirstandandi fellibyljatímabili. Vindstyrkurinn er orðinn 190 kílómetrar á klukkustund og fer vaxandi.

Irene hefur víða valdið usla í Karabíska hafinu þar sem flóð og rafmagnstruflanir hafa fylgt honum. Byrjað er að flytja fólk á brott frá Outer Banks eyjum undan strönd Norður Karólíu í Bandaríkjunum og fólk meðfram strönd ríkisins undirbýr sig fyrir komu Irene.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×