Erlent

Sérsveitarmenn leita að Gaddafi

Enn er allt á huldu um hvar Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu heldur sig. Vangaveltur eru um að hann hafi farið sömu leið og Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks og hafi grafið sig niður í holu einhversstaðar í Líbíu.

Mikil leit er gerð að Gaddafi og háum verðlaunum auk sakaruppgjafar hefur verið heitið hverjum þeim sem nær Gaddafi eða segir til hans.

Breska blaðið Daily telegraph segir frá því í dag að sérsveitarmenn frá bresku SAS sveitunum aðstoði nú uppreisnarmenn við leitina að Gaddafi.

Enn er barist á nokkrum stöðum í Trípólí höfuðborg landsins en andstaða hersveita sem hliðhollar eru Gaddafi er að fjara út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×