Erlent

Rumsfeld sagði upp áskriftinni að NY Times

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rumsfeld er ósáttur við ummæli Krugmans.
Rumsfeld er ósáttur við ummæli Krugmans. Mynd/ AFP.
Donald Rumsfeld, sem var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð George Bush yngri, sagði upp áskriftinni af New York Times. Ástæðan er sú að hann var ósáttur við grein sem hagfræðingurinn Paul Krugman skrifaði um George Bush í dálk í blaðið. Þar sagði hann að Bush væri fölsk hetja og hefði notað hryðjuverkaárásirnar þann 11. september til að réttlæta stríð. Rumsfeld útskýrði mál sitt á Twitter og sagði þar frá því að hann hefði sagt upp áskriftinni að NY Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×