Körfubolti

Hlynur með meira en tíu fráköst í sjöunda leiknum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Íslensku landsliðsmennirnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru mennirnir á bak við frábæran fimmtán stiga sigur Drekanna í Sundsvall á Norrköping Dolphins, 80-65, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi.

Jakob var stigahæstur hjá Sundsvall með 23 stig en Hlynur var bæði frákastahæstur (13) og stoðsendingahæstur (10). Hlyn vantaði bara tvö stig í þrennuna en hann hitti illa og skoraði því aðeins átta stig í leiknum.

Hlynur hefur nú tekið ellefu fráköst eða fleiri í sjö leikjum í röð og þetta var áttundi 20 stiga leikur Jakobs á tímabilinu.

Hlynur er með 15,4 stig, 11,1 frákast og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í sænsku deildinni en Jakob er með 17,6 stig, 2,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Ægir Þór Steinarsson er meiddur og var ekki með Drekunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×