"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. október 2013 09:32 Aðdáendur landsliðsins eru allt annað en sáttir við framkvæmd miðasölunnar. Margir Íslendingar hafa brugðist ókvæða við fréttum af því að uppselt sé á leik íslenska landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember. Vísir hafði samband við nokkra aðdáendur sem voru allt annað en sáttir. „Ég er reiður,“ segir Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er allt annað en ánægður með framkvæmd miðasölunnar. „Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt,“ segir Friðrik. Henning Árni Jóhannsson, nemi við Háskólann á Bifröst, segist vera mjög svekktur. „Mér hefði aldrei dottið í hug að miðasalan færi í gang klukkan fjögur að nóttu til. Það er alls ekki venjan hjá KSÍ og Miða.is. Persónulega held ég að þeir hafi verið búnir að lofa of mörgum miðum frá sér til styrktaraðila og annarra, og ég hef heimildir fyrir því að mörg fyrirtæki fengu marga miða fyrirfram.“ Agnes Guðnadóttir, nemi, segist vera alveg brjáluð yfir þessu. „Mér finnst algjörlega fáránlegt að gefa fólki ekki kost á einu sinni að kaupa miða. Ég skil ekki af hverju þetta er gert svona, þetta hefur aldrei verið svona áður, ég vaknaði með börnunum mínum klukkan sjö og datt þá ekki einu sinni til hugar að kíkja á netið eftir þessu,“ segir Agnes sem er mikið niðri fyrir. Agnes telur þetta bjóða upp á svartamarkaðsbrask, þegar mönnum býðst að kaupa marga miða í einu og gerir ráð fyrir að þeir komi til sölu fljótlega á hærra verði á netinu. „KSÍ er ekki geðslegur klúbbur,“ segir Pétur Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður, um framkvæmd miðasölunnar á Facebook síðu sinni. Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Margir Íslendingar hafa brugðist ókvæða við fréttum af því að uppselt sé á leik íslenska landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember. Vísir hafði samband við nokkra aðdáendur sem voru allt annað en sáttir. „Ég er reiður,“ segir Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er allt annað en ánægður með framkvæmd miðasölunnar. „Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt,“ segir Friðrik. Henning Árni Jóhannsson, nemi við Háskólann á Bifröst, segist vera mjög svekktur. „Mér hefði aldrei dottið í hug að miðasalan færi í gang klukkan fjögur að nóttu til. Það er alls ekki venjan hjá KSÍ og Miða.is. Persónulega held ég að þeir hafi verið búnir að lofa of mörgum miðum frá sér til styrktaraðila og annarra, og ég hef heimildir fyrir því að mörg fyrirtæki fengu marga miða fyrirfram.“ Agnes Guðnadóttir, nemi, segist vera alveg brjáluð yfir þessu. „Mér finnst algjörlega fáránlegt að gefa fólki ekki kost á einu sinni að kaupa miða. Ég skil ekki af hverju þetta er gert svona, þetta hefur aldrei verið svona áður, ég vaknaði með börnunum mínum klukkan sjö og datt þá ekki einu sinni til hugar að kíkja á netið eftir þessu,“ segir Agnes sem er mikið niðri fyrir. Agnes telur þetta bjóða upp á svartamarkaðsbrask, þegar mönnum býðst að kaupa marga miða í einu og gerir ráð fyrir að þeir komi til sölu fljótlega á hærra verði á netinu. „KSÍ er ekki geðslegur klúbbur,“ segir Pétur Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður, um framkvæmd miðasölunnar á Facebook síðu sinni.
Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira