Körfubolti

Jón Arnór náði sér ekki á strik í tapi Zaragoza

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jón Arnór hefur verið frábær á tímabilinu en náði sér þó ekki á strik í dag.
Jón Arnór hefur verið frábær á tímabilinu en náði sér þó ekki á strik í dag.
Jón Arnór Stefánsson átti ekki sinn besta leik þegar CAI Zaragoza tapaði fyrir Caja Sol 74-66 á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta nú í hádeginu. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins.

Jón Arnór lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik og lék aðeins rúma 13 og hálfa mínútu í leiknum. Hann var stigalaus en átti tvær stoðsendingar og tók tvö fráköst. Jón Arnór hitti ekki úr tveimur vítaskotum þegar hálf mínúta var eftir og staðan 66-70.

Jón Arnór var ekki eini lykilmaður CAI Zaragoza sem náði sér ekki á strik en miklu munaði einnig um að Georgíumaðurinn Shermadini átti ekki sinn besta leik.

Caja Sol skoraði 13 af 14 síðustu stigum leiksins eftir að hafa verið tveimur stigum undir þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum.

Joseph Jones var stigahæstur hjá Zaragoza með 13 stig. Jonathan Tabu skoraði 12. Hjá Caja Sol voru Tomas Satoransky og Marcos Mata stigahæstir með 16 stig.

Bæði lið hafa unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×