Körfubolti

Töpuðu óvænt fyrir botnliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson,
Jakob Örn Sigurðarson, Mynd/Valli
Það voru heldur betur óvænt úrslit í sænska körfuboltanum í kvöld þegar botnlið KFUM Nässjö vann óvæntan sigur á toppliði Sundsvall Dragons.

KFUM Nässjö vann leikinn með fimm stigum, 81-76, en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins í 25 leikjum á leiktíðinni. Sundsvall var aftur á móti búið að vinna 21 af 24 leikjum sínum í vetur og fimm leiki í röð.

Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur hjá Sundsvall Dragons með 21 stig en Hlynur Bæringsson var með 5 stig og 12 fráköst. Sundsvall var 37-33 yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 25-15.

Pavel Ermonlinskij og félagar í Norrköping Dolphins voru ekki í góðum málum þegar aðeins einn leikhluti var eftir á móti sterku liði Södertälje Kings. Norrköping var þá fimmtán stigum undir, 47-62.

Norrköping-liðið vann hinsvegar lokaleikhlutann 31-9 og þar með leikinn með sjö stigum, 78-71. Pavel var með 2 stig, 10 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×