Körfubolti

Ægir hafði betur í næstum því Íslendingaslag

Tómas þór Þórðarson skrifar
Ægir Þór skoraði fjögur stig.
Ægir Þór skoraði fjögur stig. vísir/ernir
Ægir Þór Steinarsson skoraði fjögur stig fyrir lið sitt San Pablo í spænsku B-deildinni í körfubolta í kvöld en liðið lagði Caceres, 91-69, í því sem átti að vera Íslendingaslagur.

Risinn Ragnar Nathanaelsson er á mála hjá Caceres en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Caceres er með sjö sigra og níu töp eftir sextán umferðir en San Pabli með ellefu sigra og fimm töp í toppbaráttunni.

Ægir Þór, sem gekk í raðir San Pablo frá KR, spilaði 20 mínútur í leiknum og skoraði úr tveimur af fjórum skotum sínum í teignum. Hann gaf að auki eina stoðsendingu.

Percy Gibson og Alejandro Barrera voru stigahæstir í liði San Pablo með þrettán stig hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×