Fótbolti

Wes Morgan ekki með Jamaíka í kvöld | Búinn að djamma of mikið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Morgan missti sig aðeins.
Morgan missti sig aðeins. vísir/getty
Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, verður ekki með Jamaíka í leiknum gegn Venesúela í Copa America keppninni í kvöld. Þjálfari liðsins segir að hann sé einfaldlega búinn að skemmta sér of mikið undanfarið og þurfi á hvíldinni að halda.

Eins og allir vita varð Leicester enskur meistari eftir draumatímabil. Wes Morgan spilaði alla leiki Leicester á tímabilinu og var aldrei tekinn af velli. Ef að ljóst varð að Leicester væri orðið enskur meistari virðist fyrirliðinn hafa djammað svo gott sem stanslaust síðan.

„Morgan er mættur á svæðið en hann er þreyttur og hefur ekkert æft alla helgina,“segir Winfried Schäfer landsliðsþjálfari Jamaíka.

„Hann djammaði mikið í London og einnig í Tælandi. Ég er samt ánægður að hann sé mættur og vonandi getur hann tekið þátt í öðrum leik okkar í mótinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×