Fótbolti

Maradona: Það vantar allan karakter í Messi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maradona og Messi er Maradona stýrði argentínska landsliðinu.
Maradona og Messi er Maradona stýrði argentínska landsliðinu. vísir/getty
Gömlu fjandvinirnir Diego Maradona og Pelé voru saman á viðburði í París í gær og náðist upptaka af einkaspjalli þeirra.

Þeir félagarnir grófu þá stríðsöxina og tóku þátt í vináttuleik. Skemmtileg uppákoma og þeir töluðu í fyrsta skipti vel um hvorn annan.

Er þeir töldu sig vera að spjalla í einrúmi náði hljóðnemi fjölmiðils að taka upp spjallið þeirra er Pelé spurðu Maradona út í Lionel Messi.

„Hann er góður strákar en það vantar allan karakter í hann. Messi getur ekki verið leiðtogi,“ sagði Maradona við Pelé sem svaraði: „Ég skil. Hann er ekki eins og við vorum í gamla daga. Við höfðum til að mynda Rivellino, Gerson og Tostao.“

Messi er iðulega gagnrýndur mikið er hann spilar með landsliðinu og hollusta hans í garð landsliðsins ekki alltaf sögð vera mkil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×