Körfubolti

Hundraðasti sigurinn í röð kom í hús í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsmenn UConn fagna hundrasta sigrinum í röð og þjálfarinn Geno Auriemma trúir þessu varla.
Liðsmenn UConn fagna hundrasta sigrinum í röð og þjálfarinn Geno Auriemma trúir þessu varla. Vísir/AP
Kvennalið University of Connecticut í körfubolta, betur þekkt sem UConn, varð í nótt fyrsta háskólakörfuboltalið sögunnar til að vinna hundrað leiki í röð.

Hundraðasti sigurinn kom í hús þegar liðið vann South Carolina 66-55 en South Carolina er talið verið það sjötta besta í bandaríska háskólakörfuboltanum í dag.

UConn hafði áður bætt eigið met frá 2008-2010 þegar liðið vann 90 leiki í röð. Ekkert annað karla- eða kvenna-lið hefur unnið svo marga leiki í röð.

UConn hefur unnið alla leiki sína frá því 17. nóvember 2014 en síðasta tapið kom fyrir 818 dögum síðan. Það er svo langt síðan að Steph Curry hafði ekki verið kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar en hann hefur nú unnið þau verðlaun tvisvar sinnum á meðan sigurgangan hefur verið í gangi.

Umrætt tap á móti Stanford í nóvember 2014 en í raun eina tap UConn-liðsins í síðustu 148 leikjum.

Yfirburðir UConn-liðsins hafa verið miklir í mörgum leikjanna en liðið hefur unnið þessa hundrað leiki með 38,4 stigum að meðaltali. Liðið hefur unnið 25 leiki með 50 stigum eða meira.

Uconn hefur fagnað tveimur meistaratitlum í sigurgöngunni en undir stjórn þjálfarans Geno Auriemma hefur kvennalið skólans orðið samtals ellefu sinnum bandarískur háskólameistari.

Það sem gerir árangurinn í vetur enn merkilegri er að liðið missti þrjá bestu leikmenn sína, Breanna Stewart, Moriah Jefferson og Morgan Tuck, sem voru valdar fyrstar í nýliðavali WNBA-deildarinnar sem sýnir vel hæfileika þeirra.

Geno Auriemma var hinsvegar tilbúinn með nýtt lið sem tók upp þráðinn á nýju og hélt sigurgöngunni áfram.

Tveir leikmenn hafa spilað alla hundrað leikina en þa eru þær Gabby Williams og Kia Nurse. Gabby Williams var atkvæðamest í leiknum í nótt með 26 stig og 14 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×