Körfubolti

Haukur Helgi fann félagana í bikarsigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson á ferðinni með Cholet Basket.
Haukur Helgi Pálsson á ferðinni með Cholet Basket. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson var duglegur að gefa stoðsendingar í kvöld þegar lið hans Cholet Basket kom áfram í sextán liða úrslit frönsku bikarkeppninnar.

Cholet Basket vann þá ellefu stiga sigur á b-deildarliðinu Caen Basket á útivelli, 79-68.

Haukur Helgi var með 7 stig, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta á 19 mínútum. Hann hitti úr 3 af 5 skotum sínum og gaf því oftar stoðsendingu en hann skaut á körfuna.

Haukur var með næsthæsta framlagið í sínu liði eða þrettán framlagsstig. Hann var líka langhæstur í stoðsendingum í liði Cholet Basket eða með fimm fleiri en næsti maður.

Cholet Basket var fjórtán stigum yfir í hálfleik, 45-31, og með fimmtán stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 63-48.

Leikmenn Caen skoruðu 11 af fyrstu 13 stigunum í fjórða leikhluta og komu sér aftur inn í leikinn.

Haukur Helgi og félagar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér nokkuð öruggan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×