Körfubolti

Stelpurnar slógust í bandaríska háskólakörfuboltanum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist ekki fréttinni.
Myndin tengist ekki fréttinni. Vísir/Getty
Það sauð upp úr í leik Utah State og UNLV í bandaríska háskólakörfuboltanum um helgina sem endaði með að átta leikmenn voru reknir út úr húsi.

Flestir myndu nú halda að hér væri um strákaleik að ræða en það var ekki svo. Stelpurnar eru líka til að láta finna fyrir sér í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Upphafið af látunum var þegar Deja Mason hjá Utah State braut illa á Brooke Johnson hjá UNLV. Katie Powell hjá UNLV og og Antonia Robinson hjá Utah State voru allt í einu komnar í hörku slagsmál þar sem hnefarnir voru látnir tala.

Katie Powell og Antonia Robinson voru báðar sendar í sturtu sem og þrír leikmenn úr báðum liðum sem komu inn af bekknum til að blanda sér í slagsmálin.

UNLV er skammstöfun fyrir University of Nevada, Las Vegas. UNLV var bara með sex leikmenn það sem eftir var leiks og Utah State hafði aðeins átta leikmenn. UNLV Runnin' Rebels unnu leikinn samt á endanum 55-53 eftir framlengingu.

Hér fyrir neðan má sjá frétt um slagsmálin sem og myndband af látunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×