Körfubolti

Haukur Helgi byrjaði á tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre byrjuðu nýtt tímabil í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta á tapi.

Haukur Helgi færði sig um set í Frakklandi í sumar og gekk til liðs við Nanterre frá Cholet. Hann var á meðal varamanna í tapi liðsins fyrir Gravelines-Dunkerque í fyrstu umferð deildarinnar.

Haukur fékk að spila tæpar 12 mínútur í leiknum. Hann skoraði tvö stig, bæði af vítalínunni.

Nanterre tapaði leiknum með fjórum stigum, 84-80. Staðan í hálfleik var 45-40 fyrir heimamenn í Gravelines-Dunkerque en þriðji leikhlutinn fór með leikinn fyrir Nanterre. Gestirnir töpuðu honum 22-11 og þrátt fyrir að hafa náð að koma til baka í fjórða leikhluta komust þeir ekki nógu nálægt til þess að stela sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×