Körfubolti

Sjáðu rosaleg slagsmál í leik í undankeppni HM í körfubolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá slagsmálunum.
Frá slagsmálunum. Vísir/EPA
Allt sauð upp úr í leik Ástralíu og Filippseyja í Asíuhluta undankeppni HM í körfubolta en liðin voru búin að tryggja sér sæti í milliriðli.

Leikmenn liðanna urðu sér til skammar og ótrúlegt að þarna hafi verið á ferðinni leikmenn sem eru landsliði í undankeppni HM.

Slagsmálin hófust um miðjan þriðja leikhluta þegar Ástralir voru komnir 31 stigi yfir, 79-48.

Hér fyrir neðan má sjá atburðarrásina.









Þrettán leikmenn voru reknir út úr húsi þar af voru níu þeirra leikmenn Filippseyja.

Leikurinn hélt áfram en lið Filippseyja varð að klára hann með aðeins þrjá leikmenn.

Leikmenn Filippseyja sem voru reknir út voru eftirtaldir: Terrence Romeo, Carl Bryan Cruz, Jayson Castro, Calvin Abueva, Roger Pogoy, Troy Rosario, Japeth Aguilar, Matthew Wright og Andray Blatche.  Christopher Goulding, Thon Maker, Nathan Sobey og Daniel Kickert voru reknir út hjá Ástralíu.

Ástralir voru því 5 á móti 3 síðustu fjórtán mínúturnar og unnu leikinn 89-53.  Með sigrinum tryggðu sér sér efsta sætið í riðlinum.

Alþjóðakörfuboltasambandið hefur tilkynnt að það sé með þetta til skoðunnar og það má búast við stórum sektum og leikbönnum. FIBA þarf að sjá til þess að svona geti ekki gerst aftur.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×