Körfubolti

Fimmta tapið kom gegn Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hópurinn á EM.
Hópurinn á EM. vísir/kkí
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum átján ára og yngri tapaði fyrir Búlgaríu, 81-61, í umspilsleik á EM U18 í Skopje.

Eftir tapið, sem var það fimmta í sex leikjum á mótinu, er ljóst að íslenska liðið spilar um sæti þrettán til sextán á mótinu en riðillinn sem Ísland var í er hluti af B-deildinni.

Ísland byrjaði af krafti og var fimm stigum eftir fyrsta leikhlutann, 15-10, en í öðrum leikhluta fór allt í baklás. Liðið fékk á sig 27 stig og skoraði einungis þrettán og voru því 37-28 undir í hálfleik.

Áfram héldu Búlgararnir á bensíngjöfinni í öðrum leikhluta og unnu hann 18-15. Þeir voru því í góðum málum fyrir lokaleikhlutann, 55-43. Ekki náðu strákarnir okkar að koma til baka úr þessu og lokatölur 81-61.

Stigahæstur Íslendinga var Styrmir Þrastarson með sextán stig. Sigvaldi Eggertsson skoraði fjórtán stig og HIlmar Henningsson ellefu.

Þetta var fimmta tap Íslands í leikjum en leikurinn var hluti af umspili um níunda til sextánda sætið á mótinu. Nú er það ljóst að Ísland spilar um sæti þrettán til sextán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×