Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins.
Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.
The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018
„Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna.
Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso.
Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag.

Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.
Our kit launches tomorrow
Here is a look at the history of our kit.
March 15
15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018