Körfubolti

Íslensk sigurkarfa og íslensk tröllatroðsla í Evrópukörfuboltanum | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty
Landsliðsmennirnir Tryggvi Snær Hlinason og Ægir Þór Steinarsson voru í sviðsljósinu með liðum sínum í spænska körfuboltanum um helgina.

Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfu TAU Castelló á móti Araberri Basket Club rétt fyrir leikslok í spænsku b-deildinni. Castelló vann leikinn 89-88.

Eins og ávallt þá var okkar maður að reyna að finna lausan mann í lokasókninni en ekkert var í boði.

Ægir var næstum því dottinn en tókst að halda sér og knattrakinu gangandi og skoraði síðan með laglegu flotskoti eftir að hafa keyrt inn að körfunni.

Ægi skildi aðeins 0,4 sekúndur eftir á klukkunni, leikmönnum Araberri Basket Club tókst ekki að skora körfu á þeim tíma og liðsmenn TAU Castelló fögnuðu flottum sigri.





Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason setti punktinn yfir i-ið í flottum sigri Valencia á Tecnyconta Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni um helgina en Valenica vann leikinn 103-58.

Tryggvi Snær Hlinason kom inná í lokin og minnti strax á sig með tröllatroðslu eftir að hafa tekið sóknarfrákast og hamrað boltann í körfuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×