Körfubolti

Jakob og félagar upp í þriðja sæti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Anton
Borås tryggði sér þriðja sætið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með naumum sigri á Södertälje í spennandi leik í kvöld.

Jakob Örn Sigurðarson hefur oft verið með betri tölfræðilínu í liði Borås en hann skoraði þó átta stig, tók eitt frákast og gaf tvær stoðsendingar. Hann er þó sá leikmaður sem er með besta +/- tölfræði, það er Borås gekk best með Jakob inn á vellinum, þær 20 mínútur sem hann spilaði vann liðið með 9 stigum.

Heimamenn í Borås sigu aðeins fram úr snemma í leiknum og voru með 23-14 forystu að loknum fyrsta leikhluta og leiddu með átta stigum í leikhléi.

Gestirnir mættu hins vegar sterkari inn í seinni hálfleikinn og komust yfir 57-53 fyrir loka leikhlutann. Hann var hins vegar hörkuspennandi frá upphafi til enda og lítið sem skildi liðin að. Borås náði að lokum í tveggja stiga sigur, 79-77.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×