Körfubolti

98 ára gömul nunna var aðalstjarna háskólaboltans á Twitter um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Systir Jean Dolores Schmidt talar hér við strákana sína.
Systir Jean Dolores Schmidt talar hér við strákana sína. Vísir/Getty
Mikið hefur gengið á í fyrstu tveimur umferðunum í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans og tímabilið hefur endað óvenju snemma hjá mörgum liðum sem ætluðu sér að komast langt í ár.

Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum, mögnuðum sigurkörfum og óvæntum hetjum. Ein af ótrúlegustu hetjunum er hin 98 ára gamla nunna, Systir Jean.

Jean er liðsprestur Loyola-Chicago liðsins sem hefur unnið tvo óvænta og dramatíska sigra í 64 og 32 liða úrslitunum. Liðið vann fyrst 64-62 sigur á Miami og svo 63-62 sigur á Tennessee. Næsti mótherji er lið Nevada í sextán liða úrslitunum.

Strákarnir í liðinu hafa boðið upp á hetjulega frammistöðu inn á gólfinu en athyglin hefur líka beinst að Systir Jean enda ekki öll lið sem 98 ára gamla konu í svona mikilvægu og stóru hlutverki.

Systir Jean hefur vakið svo mikla athygli að hún var aðalstjarnan á Twitter um helgina þegar kom að umfjöllun um úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.





Systir Jean Dolores Schmidt biður með strákunum fyrir hvern leik þar sem þeir hópast í kringum hana og hún fer með stutta ræðu. Jean er fædd árið 1919 og lék sjálf körfubolta milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Kvennakörfuboltinn þá var þó spilaður eftir allt öðrum reglum en í dag og Jean var ein af þeim sem mátti aldrei skjóta á körfuna.





Systir Jean hefur hún verið stór hluti af Loyola-Chicago liðinu í meira en tvo áratugi. Í vetur lenti hún hinsvegar í því að mjaðmagrindabrotna og missti af níu leikjum. Jean snéri hinsvegar aftur og síðan þá hafa strákarnir safnast í kringum hjólastólinn hennar fyrir hvern leik.

Nú þurfa þeir kannski að fara passa upp á sína konu nú þegar áhuginn er orðinn svona mikill.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×