Körfubolti

Jón Axel tryggði Davidson sigur á lokasekúndunum│Myndband

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson reyndist hetja síns liðs þegar Davidson háskólinn bar sigurorð af Rhode Island í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í nótt.

Jón Axel leikur stórt hlutverk í liði Davidson og á því varð engin breyting í nótt. Hann lék 37 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann 11 stig og tók 6 fráköst auk þess að gefa 6 stoðsendingar.

Þegar kom að því að taka lokasóknina var leitað til Jóns og hann svaraði heldur betur kallinu. Davidson var einu stigi undir, 60-61 þegar Jón Axel keyrði á körfuna og skoraði, þrátt fyrir að brotið hafi verið á honum í skotinu. Villa dæmd og karfa góð. Jón Axel fór svo á vítapunktinn og kom Davidson tveimur stigum yfir, 63-61.

Reyndust það lokatölur leiksins þar sem Rhode Island náði ekki að skora úr lokaskotinu. Myndband af sigurkörfu Jóns má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×