Fyrirliða enska fótboltalandsliðsins dreymir um að spila í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 16:00 Harry Kane með Gullskóinn sem hann fékk fyrir að vera markakóngur HM í Rússlandi 2018. Vísir/Getty Harry Kane hefur náð hæstum hæðum í sinni íþrótt en hann dreymir samt um að spila á hæsta stigi í annarri íþrótt. Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins, margfaldur markakóngur í ensku úrvalsdeildinni og markakóngur síðasta heimsmeistaramóts í Rússlandi sumarið 2018. Harry Kane hefur hins vegar aldrei farið í felur með áhuga sinn á bandarísku NFL-deildinni en hann er mikill stuðningsmaður nýkrýndra NFL-meistara í New England Patriots. Kane var meira að segja meðal áhorfenda á Super Bowl leiknum í Atlanta í byrjun febrúar þegar Patriots liðið vann sinn sjötta meistaratitil.Harry Kane wants to conquer the Premier League ... then the NFL. https://t.co/YX8e3cyOOqpic.twitter.com/BnpHISEA6D — ESPN FC (@ESPNFC) March 27, 2019„Ég þrái það að spila í NFL-deildinni. Það er eitthvað sem ég mun örugglega reyna að ná að gera eftir tíu til tólf ár,“ sagði hinn 25 ára gamli Harry Kane í viðtali við ESPN. Kane myndi þá væntanlega taka að sér stöðu sparkara í NFL-liði en hann er heimsþekktur fyrir frábærar spyrnur sínar í fótboltanum. „Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á heimsmeistaramótinu í fótbolta og svo í NFL, værir þú þá orðinn merkasti íþróttamaður allra tíma?,“ spyr Kane. „Þetta kemur inn á það að ég reyni að vera bestur í öllu sem ég geri. Meira að segja ef ég hleð niður leik í símann, þá spyr ég mig hvort ég geti orðið sá besti í heimi í honum,“ sagði Kane í viðtalinu.Harry Kane reveals plans to end his career in the NFL https://t.co/koZj9OpkQ5 — The Independent (@Independent) March 28, 2019Harry Kane hitti Tom Brady í Atlanta en Brady hefur verið leikstjórnandinn og aðalmaðurinn í öllum sex titlum New England Patriots liðsins. „Við eigum það sameiginlegt að fólk var að efast um okkur þegar við vorum yngri enda hvorugur meðal besti íþróttamannanna þegar við vorum krakkar,“ sagði Kane. „Hann sýndi mér líka að allt er mögulegt. Ef þú trúir á sjálfan þig og hefur líka drifkraftinn og hungrið þá getur þú náð þessu,“ sagði Kane. Enski boltinn NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Harry Kane hefur náð hæstum hæðum í sinni íþrótt en hann dreymir samt um að spila á hæsta stigi í annarri íþrótt. Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins, margfaldur markakóngur í ensku úrvalsdeildinni og markakóngur síðasta heimsmeistaramóts í Rússlandi sumarið 2018. Harry Kane hefur hins vegar aldrei farið í felur með áhuga sinn á bandarísku NFL-deildinni en hann er mikill stuðningsmaður nýkrýndra NFL-meistara í New England Patriots. Kane var meira að segja meðal áhorfenda á Super Bowl leiknum í Atlanta í byrjun febrúar þegar Patriots liðið vann sinn sjötta meistaratitil.Harry Kane wants to conquer the Premier League ... then the NFL. https://t.co/YX8e3cyOOqpic.twitter.com/BnpHISEA6D — ESPN FC (@ESPNFC) March 27, 2019„Ég þrái það að spila í NFL-deildinni. Það er eitthvað sem ég mun örugglega reyna að ná að gera eftir tíu til tólf ár,“ sagði hinn 25 ára gamli Harry Kane í viðtali við ESPN. Kane myndi þá væntanlega taka að sér stöðu sparkara í NFL-liði en hann er heimsþekktur fyrir frábærar spyrnur sínar í fótboltanum. „Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á heimsmeistaramótinu í fótbolta og svo í NFL, værir þú þá orðinn merkasti íþróttamaður allra tíma?,“ spyr Kane. „Þetta kemur inn á það að ég reyni að vera bestur í öllu sem ég geri. Meira að segja ef ég hleð niður leik í símann, þá spyr ég mig hvort ég geti orðið sá besti í heimi í honum,“ sagði Kane í viðtalinu.Harry Kane reveals plans to end his career in the NFL https://t.co/koZj9OpkQ5 — The Independent (@Independent) March 28, 2019Harry Kane hitti Tom Brady í Atlanta en Brady hefur verið leikstjórnandinn og aðalmaðurinn í öllum sex titlum New England Patriots liðsins. „Við eigum það sameiginlegt að fólk var að efast um okkur þegar við vorum yngri enda hvorugur meðal besti íþróttamannanna þegar við vorum krakkar,“ sagði Kane. „Hann sýndi mér líka að allt er mögulegt. Ef þú trúir á sjálfan þig og hefur líka drifkraftinn og hungrið þá getur þú náð þessu,“ sagði Kane.
Enski boltinn NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira