Fótbolti

Allt jafnt í Þýskalandi: Dortmund lenti í kröppum dansi en Bayern skoraði sex

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar fagna í dag.
Bæjarar fagna í dag. vísir/getty
Bayern Munchen og Dortmund eru áfram jöfn á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að bæði liðin unnu sína leiki í dag.

Bayern gerði sér lítið fyrir og burstaði Wolfsburg, 6-0. Serge Gnabry og Robert Lewandowski skoruðu sitt hvort markið í fyrri hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik opnuðust svo flóðgáttir. James Rodriguez, Thomas Muller og Joshua Kimmich bættu við einu marki hver og Lewandowski skoraði svo annað mark sitt og sjötta mark Bæjara undir lokin.







Á sama tíma lenti Dortmund í kröppum dansi gegn Stuttgart á heimavelli. Marco Reus kom Dormtund yfir en Stuttgart jafnaði í síðari hálfleik með marki Marc Kempf.

Dortmund sló þó ekki slöku við og Paco Alcacer kom þeim aftur yfir sex mínútum fyrir leikslok. Í uppbótartímanum bætti svo Christian Pulisic við marki og lokatölur 3-1.

Bæði lið eru því með 57 stig á toppi deildarinnar og það er ljóst að það er rosaleg spenna framundan í síðustu níu umferðum þýsku úrvalsdeildarinnar.





Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg sem gerði markalaaust jafntefli við Leipzig á útivelli. Augsburg er í fimmtánda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×