Fótbolti

Sigrar hjá Íslendingunum í Þýskalandi og Rússlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í dag.
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í dag. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn og Arnór Sigurðsson síðustu fimm mínúturnar er CSKA Moskva vann 3-0 sigur á Rubin Kazan.

Það var Japaninn Takuma Nishimura sem kom CSKA yfir á 23. mínútu leiksins og þannig var staðan er liðin gengu til búningsherbergja.

Það var svo hinn rússneski Fedor Chalov sem skoraði annað markið sjö mínútum fyrir leikslok og gerði út um leikinn fyrir Moskvu-menn. Jaka Bijol bætti við marki í uppbótartíma og lokatölur 3-0.

Eftir sigurinn er CSKA áfram í þriðja sæti deildarinnar en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Zenit sem á þó leik til góða.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Darmstadt 98 sem vann 3-2 sigur á Holsten Kiel í þýsku B-deildinni. Darmstadt komst með sigrinum upp í tólfta sætið.

Árni Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu er Chornomorets Odesa gerði jafntefli við Mariupol á heimavelli. Chornomorets er í næst neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×