Enski boltinn

Lukaku kominn á topp 20 en veistu hverjir aðrir eru á listanum?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Romelu Lukaku fagnar sigurmarkinu á laugardaginn.
Romelu Lukaku fagnar sigurmarkinu á laugardaginn. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, hefur heldur betur komið liðinu til bjargar í síðustu leikjum en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Crystal Palace í síðustu viku og önnur tvö í 3-2 sigri gegn Southampton um helgina.

Manchester United er í áfram í bílstjórasætinu í baráttunni um síðasta Meistaradeildarsætið þökk sé belgíska framherjanum sem komst með mörkunum tveimur á topp 20 listann yfir markahæstu menn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Lukaku, sem verður 26 ára í maí, er nú búinn að skora 113 mörk og er jafn Ian Wright, fyrrverandi landsliðsframherja Englands, í 19.-20. sæti listans. Dion Dublin dettur því niður í 21. sætið með sín 111 mörk.

Lukaku skoraði ekki mark í fyrstu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fyrir Chelsea en fór svo af stað með WBA og skoraði þar 17 mörk í 35 leikjum. Everton keypti hann og þar skoraði Belginn 68 mörk í 141 leik en hann er nú búinn að skora 28 úrvalsdeildarmörk í 60 leikjum fyrir Manchester United.

Í tilefni þessa sögulega marks hjá Romelu Lukaku býður vefsíða BBC upp á skemmtilega þraut á heimasíðu sinni en þar fá áhugamenn um enska boltann fimm mínútur til að nefna hina 19 á topp 20 listanum.

Þrautina má finna hér.


Tengdar fréttir

Solskjær: Minnti á gömlu dagana

Ole Gunnar Solskjær var himinlifandi með að Manchester United sýndi anda sem minnti á gömlu dagana í sigrinum á Southampton í gær.

Óttast að Sanchez hafi skaddað liðband

Ole Gunnar Solskjær óttast það að Alexis Sanchez gæti verið frá í einhvern tíma en hann skaddaði líklegast liðband í hné í sigri United á Southampton í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×