Fótbolti

Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í leik með Augsburg.
Alfreð í leik með Augsburg. vísir/getty
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, hefur gengist undir aðgerð á kálfa og leikur því meira á leiktíðinni.

Augsburg greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni nú fyrr í dag en Alfreð hefur verið að glíma við erfið meiðsli í kálfa undanfarnar vikur og mánuði.







Hann spilar ekki meira með Augsburg í síðustu fjórum leikjunum í þýsku úrvalsdeildinni og er óvíst með þáttöku hans í landsleikjunum mikilvægu gegn Tyrkjum og Albaníu í byrjun júní.

Leikurinn gegn Tyrklandi fer fram 11. júní á Laugardalsvelli en þremur dögum áður kemur Albanía í heimsókn. Það eru því ekki miklar líkur á að helsti markaskorari Íslands verði klár í þá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×