Liverpool liðið líkist meira og meira Man. United liði Ferguson: Með flest karakterstig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Sadio Mane fagnar sigurmarki sínu á móti Aston Villa um helgina. Getty/Ian Cook Liverpool er með flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið vann enn einn endurkomusigurinn um helgina. Liverpool-liðið var 1-0 undir á móti Aston Villa um helgina þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum en tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lokin. Það hefur verið saga Liverpool liðsins á síðustu vikum því liðið gerði þetta einnig á móti Leicester City, Tottenham og Manchester United. Liverpool hefur nú alls fengið tíu stig út úr leikjum þar sem liðið hefur lent undir sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur. Liverpool hefur fengið þremur stigum meira en Leicester City sem er í öðru sætinu á þessum lista.Liverpool have already won points from losing positions this season, easily the best in the Premier League — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 4, 2019 Manchester United og Chelsea reka hins vegar lestina ásamt Norwich en þessi þrjú lið eru þau eins sem hafa tapað öllum leikjum þar sem þau hafa lent undir. Manchester City fékk aftur á móti sín fyrstu stig í endurkomusigri sínum á móti Southampton um helgina. Nick Miller, blaðamaður ESPN, kemst svo að orði í pistli sínum um helgina í enska boltanum að Liverpool lið Klopp líkist meira og meira Manchester United liði Sir Alex Ferguson. „Ef þeir gerðu þetta einu sinni eða tvisvar þá væri hægt að halda því fram að lukkan væri í liði með Liverpool. Málið er að fjórum sinnum á síðasta mánuði þá hefur Liverpool skorað eftir 85. mínútu og tryggt sér annaðhvort jafntefli eða sigur,“ skrifaði Nick Miller í pistli sínum. Gullaldarlið Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson átti það sameiginlegt með Liverpool liðinu í dag að koma margoft til baka í sínum leikjum. Það var erfitt að halda forystu á stigi á móti Manchester United liðinu svo við gleymum ekki að tala um svokallaðan Fergie-tíma. United liðið skoraði nefnilega margoft undir blálok leikja þegar sumir vildu meina að tíminn væri runninn út. Sá tími fékk viðurnefnið Fergie-tími. Liverpool liðið líkist vissulega liðum Ferguson hvað það varðar að liðið heldur gríðarlegri pressu á mótherja sína allan tímann og hún er aldrei meiri en þegar Liverpool þarf á stigi að halda á lokamínútunum. Liverpool hefur náð í þessi karakterstig á lokamínútum síðustu leikja og er þess vegna enn með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool mennirnir eru stórkostlegir og enska úrvalsdeildin er betri af því að hún inniheldur tvo súperlið sem munu síðan mætast um næstu helgi í leik sem enginn má missa af,“ bætti Miller við.Flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni 2019-20:(Stig úr leikjum þar sem liðið lendir undir) 1. Liverpool 10 stig 2. Leicester 7 3. Wolves 6 4. Arsenal 5 4. Tottenham 5 6. Brighton & Hove Albion 4 6. Crystal Palace 4 8. Manchester City 3 8. Sheffield United 3 8. Aston Villa 3 11. Burnley 2 12. AFC Bournemouth 1 12. West Ham 1 12. Newcastle 1 12. Everton 1 12. Southampton 1 12. Watford 1 18. Chelsea 0 18. Manchester United 0 18. Norwich City 0 Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Liverpool er með flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið vann enn einn endurkomusigurinn um helgina. Liverpool-liðið var 1-0 undir á móti Aston Villa um helgina þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum en tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lokin. Það hefur verið saga Liverpool liðsins á síðustu vikum því liðið gerði þetta einnig á móti Leicester City, Tottenham og Manchester United. Liverpool hefur nú alls fengið tíu stig út úr leikjum þar sem liðið hefur lent undir sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur. Liverpool hefur fengið þremur stigum meira en Leicester City sem er í öðru sætinu á þessum lista.Liverpool have already won points from losing positions this season, easily the best in the Premier League — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 4, 2019 Manchester United og Chelsea reka hins vegar lestina ásamt Norwich en þessi þrjú lið eru þau eins sem hafa tapað öllum leikjum þar sem þau hafa lent undir. Manchester City fékk aftur á móti sín fyrstu stig í endurkomusigri sínum á móti Southampton um helgina. Nick Miller, blaðamaður ESPN, kemst svo að orði í pistli sínum um helgina í enska boltanum að Liverpool lið Klopp líkist meira og meira Manchester United liði Sir Alex Ferguson. „Ef þeir gerðu þetta einu sinni eða tvisvar þá væri hægt að halda því fram að lukkan væri í liði með Liverpool. Málið er að fjórum sinnum á síðasta mánuði þá hefur Liverpool skorað eftir 85. mínútu og tryggt sér annaðhvort jafntefli eða sigur,“ skrifaði Nick Miller í pistli sínum. Gullaldarlið Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson átti það sameiginlegt með Liverpool liðinu í dag að koma margoft til baka í sínum leikjum. Það var erfitt að halda forystu á stigi á móti Manchester United liðinu svo við gleymum ekki að tala um svokallaðan Fergie-tíma. United liðið skoraði nefnilega margoft undir blálok leikja þegar sumir vildu meina að tíminn væri runninn út. Sá tími fékk viðurnefnið Fergie-tími. Liverpool liðið líkist vissulega liðum Ferguson hvað það varðar að liðið heldur gríðarlegri pressu á mótherja sína allan tímann og hún er aldrei meiri en þegar Liverpool þarf á stigi að halda á lokamínútunum. Liverpool hefur náð í þessi karakterstig á lokamínútum síðustu leikja og er þess vegna enn með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool mennirnir eru stórkostlegir og enska úrvalsdeildin er betri af því að hún inniheldur tvo súperlið sem munu síðan mætast um næstu helgi í leik sem enginn má missa af,“ bætti Miller við.Flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni 2019-20:(Stig úr leikjum þar sem liðið lendir undir) 1. Liverpool 10 stig 2. Leicester 7 3. Wolves 6 4. Arsenal 5 4. Tottenham 5 6. Brighton & Hove Albion 4 6. Crystal Palace 4 8. Manchester City 3 8. Sheffield United 3 8. Aston Villa 3 11. Burnley 2 12. AFC Bournemouth 1 12. West Ham 1 12. Newcastle 1 12. Everton 1 12. Southampton 1 12. Watford 1 18. Chelsea 0 18. Manchester United 0 18. Norwich City 0
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira