Leicester City hefur meira að segja fengið fleiri stig en Liverpool í síðustu sjö umferðum þó það muni ennþá átta stigum á liðuunum enda er Liverpool aðeins búið að tapa stigum í einum leik af fimmtán.
Fótboltaáhugamenn hugsa örugglega ósjálfrátt til 2015-16 tímabilsins þar sem Leicester City kom öllum á óvart og varð enskur meistari eftir að hafa verið í fallbaráttu tímabilið á undan.
Það sem er þó einna athyglisverðast við frammistöðu Leicester City á þessari leiktíð að liðið er með mun betri tölfræði á þessu tímabili en á tímabilinu sem liðið vann titilinn.
Þetta má sjá á samantekt Opta hér fyrir neðan.
2019-20 - In comparison with their title-winning campaign in 2015-16, Leicester City are currently posting superior numbers this season on a per game basis across the following metrics: Goals, Goals Conceded, Shots, Shots Faced, Possession and Points. Impressive. pic.twitter.com/GK3zDRCx5I
— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2019
Leicester City hefur unnið síðustu sjö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er með 35 stig í 15 leikjum eða 2,3 að meðaltali í leik.
Leicester fékk 2,1 stig að meðaltali þegar liðið varð enskur meistari 2015-16.
Liðið er líka að skora meira í vetur og fá færri mörk á sig. Þá er liðið miklu meira með boltann eða 58 prósent á móti aðeins 42 prósentum fyrir fjórum árum síðan.
Leicester's points after 15 PL games:
—18/19
1 behind Man Utd
9 behind Arsenal
9 behind Chelsea
11 behind Spurs
19 behind Man City
17 behind Liverpool
—19/20
16 ahead of Arsenal
15 ahead of Spurs
14 ahead of Man Utd
6 ahead of Chelsea
3 ahead of Man City
8 behind Liverpool
— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2019