Körfubolti

Tryggvi og félagar með sigur

Dagur Lárusson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. vísir/getty
Tryggvi Hlinason og félagar í Valencia báru sigur úr býtum gegn Montakit Fuenlabrada í spænska körfuboltanum nú í morgun.

 

Fyrir leikinn var Valencia í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig en þeir töpuðu síðasta leik fyrir Joventud Badalona. Fuenlabrada var í tíunda sæti fyrir þennan leik með 30 stig, en þeir höfðu tapað síðustu fimm leikjum sínum.

 

Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og var staðan þá 10-10 en eftir það fór Valencia að taka völdin. Í öðrum leikhluta skoraði Valencia 22 stig gegn aðeins 16 frá Fuenlabrada og staðan í hálfleiknum því 32-26 fyrir Valencia en Tryggvi var ekki ennþá búin að setja mark sitt á leikinn.

 

Í seinni hálfleiknum fór Valencia smátt og smátt að auka forystu sína og unnu að lokum öruggan sigur 76-61.

 

Tryggvi spilaði meira í seinni hálfleiknum og skoraði samtals sex stig í leiknum en stigahæstur hjá Valenica var Erick Green með þrettán stig.

 

Eftir leikinn er Valencia í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×