Zinedine Zidane, þjálfari Real, kom á óvart í uppstillingu sinni og stillti upp í óhefðbundið 3-4-3 frekar en hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Hvort það hafi skipt sköpum í kvöld er óvíst en staðan var allavega markalaus að loknum fyrri hálfleik.
Zidane using a 3-4-3 tonight with Mendy as a left-sided centre-back and Marcelo as a left-wing-back drifting into central midfield. Which is quite fun.
— Michael Cox (@Zonal_Marking) February 9, 2021
Líkt og svo oft áður var það Karim Benzema sem kom til bjargar en hann skoraði fyrra mark Real þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hann stangaði þá fyrirgjöf Vinicius Junior í netið og staðan orðin 1-0.
Aðeins sex mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en þá skoraði Ferland Mendy – landi Benzema – eftir fyrirgjöf Marcelo frá vinstri. Fleiri urðu mörkin ekki og þægilegur sigur Real staðreynd.
Another headed goal for @Benzema this season pic.twitter.com/o1z0JckoTA
— B/R Football (@brfootball) February 9, 2021
Real er í þriðja sæti La Liga með 43 stig að loknum 21 leik, líkt og Barcelona en með verri markatölu. Atlético Madrid trónir sem fyrr á toppi deildarinnar með 51 stig ásamt því að eiga leik til góða á bæði Real og Barcelona.