Karólína Lea byrjaði feril sinn hjá Bayern München frábærlega en það tók hana aðeins þrjár mínútur að skora fyrir félagið eftir að hún kom af bekknum í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku.
73' Bundesliga-Debüt für Karólína Lea Vilhjálmsdóttir! Sie kommt für Lohmann ins Spiel. Auf geht's, Karólína! #MiaSanMia #SCFFCB 0:4 | #DieLiga
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 7, 2021
Innkoma hennar var ekki alveg jafn mögnuð í dag en Karólína kom inn af bekknum á 73. mínútu er Bayern heimsótti Freiburg í dag. Bayern var komið 4-0 yfir er Karólína steig á völlinn. Tíu mínútum síðar minnkuðu heimastúlkur muninn en Bayern bætti við marki skömmu fyrir leiksloka og leiknum lauk með öruggum 5-1 sigri gestanna.
Alexandra hóf einnig leikinn á bekknum er Eintracht Frankfurt heimsótti Hoffenheim. Heimastúlkur komust yfir strax á sjöundu mínútu og staðan því 1-0 eftir að Alexandra kom inn af bekknum á 25. mínútu leiksins.
Aðeins mínútu síðar bætti Hoffenheim við öðru marki og staðan orðin 2-0. Reyndust það lokatölur leiksins.
Bayern er sem fyrr á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að loknum fimmtán umferðum á meðan Frankfurt í er í 7. sæti með 17 stig.