Valsarar ættu að kannast við liðið Sheriff Tiraspor, en árið 2018 mættust þessi tvö lið í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sheriff Tiraspor vann fyrri leikinn 1-0 í Moldavíu, en Valsmenn höfðu betur á Hlíðarenda, 2-1. Valsmenn féllu þó úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli, reglu sem er ekki lengur í gildi.
Moldóvska liðið vann fyrri leikinn gegn Dinamo Zagreb mjög óvænt 3-0, og markalaust jafntefli í síðari leiknum tryggði þeim sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Tveir aðrir leikir fóru fram í gærkvöldi þar sem að seinustu sætin í riðlakeppninni voru í boði.
Danska liðið Brøndby féll úr leik gegn austurríska liðinu Salzburg eftir samanlagt 4-2 tap og Shakhtar Donetsk komst áfram gegn franska liðinu AS Monaco þar sem að ótrúlegt sjálfsmark í framlengingu tryggði úkraínska liðinu áfram.
The beautiful game is often cruel.
— Kawowo Sports (@kawowosports) August 25, 2021
Shakhtar Donetsk qualified for the group stage of the Champions League at the expense of Monaco, thanks to this bizarre own goal from Ruben Aguilar. pic.twitter.com/qEJMk9yQbK
Þá hafa öll 32 sæti riðlakeppni Meistaradeildarinnar gengið út, en Evrópuævintýri Brøndby, Dinamo Zagreb og Monaco er þó ekki lokið, því þau fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.