KSÍ verður af tugum milljóna en vonast eftir betri stöðu þegar stelpurnar mæta Evrópumeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2021 13:00 Stuðningsmannasveitin Tólfan fékk að fagna tveimur mörkum á Laugardalsvelli í gær, í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu. vísir/hulda margrét Knattspyrnusamband Íslands verður af milljónum, og sennilega tugum milljóna, króna vegna samkomutakmarkana sem enn gilda hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti