Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Wayne Rooney og John Terry háðu marga hildi á vellinum en voru líka samherjar í enska landsliðinu. Getty/Tom Purslow Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira