Carra: Leeds leikurinn nú kannski mikilvægari fyrir Liverpool en úrslitaleikurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Sadio Mane skorar hér markið sitt á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/ Joe Prior Þetta er stór vika fyrir Liverpool á heimavígstöðvunum. Deildarleikur á Anfield á miðvikudagskvöldið og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn. Eftir úrslit helgarinnar er deildarleikurinn orðinn stærri en áður. Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, fagnaði því að fá meiri spennu í titilbaráttuna eftir að Liverpool vann upp þrjú stig á topplið Manchester City um helgina. Liverpool vann sinn leik á móti Norwich á meðan Manchester City tapaði á heimavelli á móti Tottenham. Það þýðir að nú munar sex stigum á City og Liverpool auk þess að Liverpool á einn leik til góða. Hann er á móti Leeds á miðvikudaginn kemur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Nú líður manni eins og deildarleikurinn á móti Leeds á miðvikudaginn sé orðinn mikilvægari en bikarúrslitaleikurinn á móti Chelsea á sunnudaginn,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Liverpool hefur aldrei orðið bikarmeistari undir stjórn Jürgen Klopp, hvorki í enska bikarnum né í enska deildabikarnum. „Það er kannski smá von að fæðast um að Liverpool geti gert eitthvað í titilbaráttunni og hún birtist kannski fyrst þegar Manchester City tapaði stigum á móti Southampton. Það var í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir misstu af einhverjum stigum,“ sagði Carragher. „Þú sérð sjaldan lið Pep Guardiola láta ýta sér svona aftarlega á völlinn eins og á móti Tottenham. Ég myndi því segja að þeir séu í heita sætinu. Það er samt risastórt verkefni fyrir öll lið að gera eitthvað á móti City og það verður ekki auðvelt fyrir gæðalið eins og Liverpool að koma hingað og vinna,“ sagði Carragher. „Það frábæra við þessi úrslit, ekki bara fyrir stuðningsmenn Liverpool, heldur fyrir allt landið er að það lítur núna út fyrir það að við fáum baráttu um titilinn. Fyrir fjórum eða sex vikum þá leit alls ekki út fyrir það. Vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, fagnaði því að fá meiri spennu í titilbaráttuna eftir að Liverpool vann upp þrjú stig á topplið Manchester City um helgina. Liverpool vann sinn leik á móti Norwich á meðan Manchester City tapaði á heimavelli á móti Tottenham. Það þýðir að nú munar sex stigum á City og Liverpool auk þess að Liverpool á einn leik til góða. Hann er á móti Leeds á miðvikudaginn kemur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Nú líður manni eins og deildarleikurinn á móti Leeds á miðvikudaginn sé orðinn mikilvægari en bikarúrslitaleikurinn á móti Chelsea á sunnudaginn,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Liverpool hefur aldrei orðið bikarmeistari undir stjórn Jürgen Klopp, hvorki í enska bikarnum né í enska deildabikarnum. „Það er kannski smá von að fæðast um að Liverpool geti gert eitthvað í titilbaráttunni og hún birtist kannski fyrst þegar Manchester City tapaði stigum á móti Southampton. Það var í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir misstu af einhverjum stigum,“ sagði Carragher. „Þú sérð sjaldan lið Pep Guardiola láta ýta sér svona aftarlega á völlinn eins og á móti Tottenham. Ég myndi því segja að þeir séu í heita sætinu. Það er samt risastórt verkefni fyrir öll lið að gera eitthvað á móti City og það verður ekki auðvelt fyrir gæðalið eins og Liverpool að koma hingað og vinna,“ sagði Carragher. „Það frábæra við þessi úrslit, ekki bara fyrir stuðningsmenn Liverpool, heldur fyrir allt landið er að það lítur núna út fyrir það að við fáum baráttu um titilinn. Fyrir fjórum eða sex vikum þá leit alls ekki út fyrir það. Vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira