Conte: Tottenham verður að eyða stórum fjárhæðum til að ná Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 15:46 Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, á bekknum hjá Tottenham Hotspur. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið þurfi að eyða miklum peningi í leikmenn ætli félagið að ná í skottið á Liverpool. Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tottenham gæti eyðilagt meistaravonir Liverpool þegar liðið mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Liverpool hefur reyndar ekki tapað á heimavelli á móti Tottenham síðan í maímánuði 2011. Nú munar 21 stigi á liðunum en Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal og Manchester United um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Antonio Conte says he would commit to Tottenham if he had the same conditions as Jurgen Klopp at Liverpool. Plus what it will take to turn Spurs into a major force (a clue: ££££) #THFC https://t.co/xaOSjWL7nx— Jonathan Veal (@jonathandveal83) May 6, 2022 Conte tók við liði Tottenham í nóvember en það er ekki öruggt að hann verði áfram í stjórastólnum. Conte fór frá Internazionale síðasta sumar eftir að hafa gert liðið að ítölskum meisturum. Internazionale gat ekki styrkt liðið og Conte var ekki sáttur. Nú er hann að setja pressu á forráðamenn Tottenham að fá pening til leikmannakaupa í sumar. „Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki á því að ég skrifi undir,“ sagði Antonio Conte. Klopp var að framlengja samning sinn við Liverpool til 2026. Það var ekki að heyra annað en að Conte telji sig geta gert það sama fyrir Tottenham og Klopp gerði fyrir Liverpool en til þess þurfi hann pening í leikmenn og mikið af honum. Svo auðvita tíma líka. 'Show me the money' - Antonio Conte can be like Jurgen Klopp, but it will cost Spurshttps://t.co/wdHiPhfxT7— Independent Sport (@IndoSport) May 6, 2022 „Það var auðveldara fyrir Jürgen þegar hann kom til Liverpool. Þeir voru þá toppfélag þó ekki eins og þeir eru núna. Með mikilvægum stjóra, sama liði, góðum fjárfestingum og fullt af pening í leikmannakaup þá komust þeir þangað sem þeir eru núna,“ sagði Conte. „Þeir nýttu sér tækifæri til að bæta liðið. Fyrir okkur að loka þessu bili þá verðum við að eyða miklum pening því Tottenham þarf að kaupa mikilvæga leikmenn. Án þeirra væri ekki hægt að vinna upp þetta forskot og svo verður þú alltaf að vonast líka eftir kraftaverki,“ sagði Conte. „Ekki gleyma því að þetta er alltaf erfiðara í Englandi. Þar eru fjögur lið, sem keppa alltaf um titlana ef þau eiga ekki slæm tímabil,“ sagði Conte. Hann segir að innkaupalistinn sé langur og það verður fróðlegt að sjá hvort forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að fara út í þann pakka. "The list would be very very big!" Antonio Conte insists that now is not the time to focus on his transfer list for Tottenham. pic.twitter.com/htuTJdRhwN— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2022 Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Tottenham gæti eyðilagt meistaravonir Liverpool þegar liðið mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Liverpool hefur reyndar ekki tapað á heimavelli á móti Tottenham síðan í maímánuði 2011. Nú munar 21 stigi á liðunum en Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal og Manchester United um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Antonio Conte says he would commit to Tottenham if he had the same conditions as Jurgen Klopp at Liverpool. Plus what it will take to turn Spurs into a major force (a clue: ££££) #THFC https://t.co/xaOSjWL7nx— Jonathan Veal (@jonathandveal83) May 6, 2022 Conte tók við liði Tottenham í nóvember en það er ekki öruggt að hann verði áfram í stjórastólnum. Conte fór frá Internazionale síðasta sumar eftir að hafa gert liðið að ítölskum meisturum. Internazionale gat ekki styrkt liðið og Conte var ekki sáttur. Nú er hann að setja pressu á forráðamenn Tottenham að fá pening til leikmannakaupa í sumar. „Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki á því að ég skrifi undir,“ sagði Antonio Conte. Klopp var að framlengja samning sinn við Liverpool til 2026. Það var ekki að heyra annað en að Conte telji sig geta gert það sama fyrir Tottenham og Klopp gerði fyrir Liverpool en til þess þurfi hann pening í leikmenn og mikið af honum. Svo auðvita tíma líka. 'Show me the money' - Antonio Conte can be like Jurgen Klopp, but it will cost Spurshttps://t.co/wdHiPhfxT7— Independent Sport (@IndoSport) May 6, 2022 „Það var auðveldara fyrir Jürgen þegar hann kom til Liverpool. Þeir voru þá toppfélag þó ekki eins og þeir eru núna. Með mikilvægum stjóra, sama liði, góðum fjárfestingum og fullt af pening í leikmannakaup þá komust þeir þangað sem þeir eru núna,“ sagði Conte. „Þeir nýttu sér tækifæri til að bæta liðið. Fyrir okkur að loka þessu bili þá verðum við að eyða miklum pening því Tottenham þarf að kaupa mikilvæga leikmenn. Án þeirra væri ekki hægt að vinna upp þetta forskot og svo verður þú alltaf að vonast líka eftir kraftaverki,“ sagði Conte. „Ekki gleyma því að þetta er alltaf erfiðara í Englandi. Þar eru fjögur lið, sem keppa alltaf um titlana ef þau eiga ekki slæm tímabil,“ sagði Conte. Hann segir að innkaupalistinn sé langur og það verður fróðlegt að sjá hvort forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að fara út í þann pakka. "The list would be very very big!" Antonio Conte insists that now is not the time to focus on his transfer list for Tottenham. pic.twitter.com/htuTJdRhwN— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2022
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira