Kári gagnrýndi varnarleik Harðar Björgvins og áræðni Alberts Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 09:31 Hörður Björgvin niðurlútur eftir seinna mark Ísrael. Ahmad Mora/Getty Images Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er nú meðal þeirra sem stýra skútunni í umfjöllun Viaplay. Hann lét tvo fyrrum samherja sína hjá landsliðinu heyra það eftir leik Íslands og Ísraels í Þjóðadeildinni. Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira