María greindi frá því á samfélagsmiðlum að hún hefði útskrifast með láði með MBA-gráðu frá Longford International háskólanum.
„Að samtvinna MBA með fótbolta hefur verið erfitt og ég get ekki þakkað þeim nógsamlega fyrir að gera mér kleift að afreka þetta,“ skrifaði stolt María á Twitter.
Wow, i did it!
— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) October 10, 2022
Such a proud achievement to have graduated from Longford International College with a Distinction in my MBA. Combining a MBA with football has been tough, and i cant thank them enough for making it possible to achieve.
Excited for the future ahead pic.twitter.com/q5xGiD8aEL
María, sem er 29 ára, gekk í raðir United frá Chelsea fyrir tveimur árum. Hún hefur leikið tæplega fjörutíu leiki fyrir Manchester-liðið.
María á 63 landsleiki fyrir Noreg á ferilskránni en hefur ekki spilað með norska liðinu síðan á EM í sumar. Norðmenn ollu þar miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli.