Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 07:30 Cristiano Ronaldo spilaði rétt rúmlega 20 mínútur gegn Sviss og var fljótur inn í klefa eftir leik. Visionhaus/Getty Images Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ronaldo hefur verið mikið í fréttum undanfarið eins og hans er von og vísa. Það kom þó á óvart þegar byrjunarlið Portúgals fyrir leikinn gegn Sviss var tilkynnt en þar var enginn Ronaldo sjáanlegur, hann var meðal varamanna. Photographers during the Portuguese national anthem . pic.twitter.com/u0zoPs7ils— Simon Evans (@sgevans) December 6, 2022 Í hans stað kom Gonçalo Ramos inn í byrjunarliðið og sá átti stórleik. Ramos skoraði þrennu í ótrúlegum 6-1 sigri sem þýðir að Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Staðan var orðin 5-1 þegar Ronaldo kom inn af bekknum en þá var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Hinn 37 ára gamli framherji kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar annar varamaður, Rafael Leão, sem skoraði sjötta mark leiksins. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka fögnuðu Portúgalar eðlilega vel og lengi, að Ronaldo undanskildum það er að segja. Myndbandsupptaka frá vellinum sýnir hann ganga einan að stuðningsfólki liðsins, klappa stuttlega, og ganga svo einan af velli. At best, this is Ronaldo first off the pitch after thanking fans and celebrating briefly with teammates. At worst, this is CAPTAIN Ronaldo shunning his teammates during his NATION'S moment of glory. A curiously isolated star at the wrong time either way. (via @Davenbort) pic.twitter.com/FPKFE5pP6L— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 6, 2022 Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM þann 10. desember næstkomandi og eftir frammistöðu liðsins gegn Sviss verður að teljast líklegt að Ronaldo þurfi að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00 Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Ronaldo hefur verið mikið í fréttum undanfarið eins og hans er von og vísa. Það kom þó á óvart þegar byrjunarlið Portúgals fyrir leikinn gegn Sviss var tilkynnt en þar var enginn Ronaldo sjáanlegur, hann var meðal varamanna. Photographers during the Portuguese national anthem . pic.twitter.com/u0zoPs7ils— Simon Evans (@sgevans) December 6, 2022 Í hans stað kom Gonçalo Ramos inn í byrjunarliðið og sá átti stórleik. Ramos skoraði þrennu í ótrúlegum 6-1 sigri sem þýðir að Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Staðan var orðin 5-1 þegar Ronaldo kom inn af bekknum en þá var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Hinn 37 ára gamli framherji kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar annar varamaður, Rafael Leão, sem skoraði sjötta mark leiksins. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka fögnuðu Portúgalar eðlilega vel og lengi, að Ronaldo undanskildum það er að segja. Myndbandsupptaka frá vellinum sýnir hann ganga einan að stuðningsfólki liðsins, klappa stuttlega, og ganga svo einan af velli. At best, this is Ronaldo first off the pitch after thanking fans and celebrating briefly with teammates. At worst, this is CAPTAIN Ronaldo shunning his teammates during his NATION'S moment of glory. A curiously isolated star at the wrong time either way. (via @Davenbort) pic.twitter.com/FPKFE5pP6L— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 6, 2022 Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM þann 10. desember næstkomandi og eftir frammistöðu liðsins gegn Sviss verður að teljast líklegt að Ronaldo þurfi að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00 Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53
Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00
Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01