Talið að Bayern vilji tvíeyki frá Chelsea og bakvörð Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 19:16 Kærustuparið Magda Eriksson og Pernille Harder gætu verið á leið til Þýskalands. Naomi Baker/Getty Images Bayern München virðist ætla að styrkja sig talsvert í sumar. Talið er að félagið sé á höttunum á eftir Pernille Harder og Mögdu Eriksson hjá Chelsea. Ona Battle, bakvörður Manchester United, er einnig á óskalistanum. Þessi vistaskipti munu án efa vekja athygli þar sem hin þrítuga Harder fór frá Wolfsburg til Chelsea fyrir metfé árið 2020. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sá samningur rennur út í sumar. Harder, sem er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sem Danmörk hefur alið, er í sambandi með Mögdu Eriksson, sænskri landsliðskonu. Sú er einnig samningslaus í sumar og virðist Bayern vilja fá þær báðar í sínar raðir. Saman hafa þær unnið fjölda titla með Chelsea og gæti farið svo að þær sameini krafta sína í Þýskalandi á næstu leiktíð. According to reports from Germany newspaper WAZ and AZ, Bayern is interested in signing top stars Pernille Harder and Magdalena Eriksson. Will Pernille move to her ex-club's biggest rival?#PernilleHarder #MagdalenaEriksson #FcBayern #Bundesliga #RumourMill pic.twitter.com/u0hsepR6cL— Soccerdonna (@soccerdonna) March 7, 2023 Þó Bayern sé á höttunum á eftir öflugum leikmönnum þá virðist félagið ekki vilja eyða of miklu í leikmenn í sumar. Ásamt Chelsea-tvíeykinu er hin 23 ára gamla Ona Batlle, hægri bakvörður Man United, einnig orðuð við Bayern. Sú hefur ekki skrifað undir nýjan samning í Manchester-borg þó svo að Man Utd sé í bullandi titilbaráttu. Talið er að hún vilji vita hvort Man Utd verði í Meistaradeild Evrópu á næstu Evrópu þegar hún skrifar undir nýjan samning. Congrats to @OnaBatlle on your 50th #WSL appearance on Sunday! #MUWomen pic.twitter.com/HvIiyFa1hU— Manchester United Women (@ManUtdWomen) February 13, 2023 Sem stendur eru þrjár íslenskar landsliðskonur á mála hjá Bayern. Koma þessara þriggja mun ekki hafa mikil áhrif á stöðu markvarðarins Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Eriksson spila hins vegar sömu stöðu á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Harder spila báðar framarlega á vellinum. Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Arsenal og í undanúrslit þýska bikarsins. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Þessi vistaskipti munu án efa vekja athygli þar sem hin þrítuga Harder fór frá Wolfsburg til Chelsea fyrir metfé árið 2020. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sá samningur rennur út í sumar. Harder, sem er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sem Danmörk hefur alið, er í sambandi með Mögdu Eriksson, sænskri landsliðskonu. Sú er einnig samningslaus í sumar og virðist Bayern vilja fá þær báðar í sínar raðir. Saman hafa þær unnið fjölda titla með Chelsea og gæti farið svo að þær sameini krafta sína í Þýskalandi á næstu leiktíð. According to reports from Germany newspaper WAZ and AZ, Bayern is interested in signing top stars Pernille Harder and Magdalena Eriksson. Will Pernille move to her ex-club's biggest rival?#PernilleHarder #MagdalenaEriksson #FcBayern #Bundesliga #RumourMill pic.twitter.com/u0hsepR6cL— Soccerdonna (@soccerdonna) March 7, 2023 Þó Bayern sé á höttunum á eftir öflugum leikmönnum þá virðist félagið ekki vilja eyða of miklu í leikmenn í sumar. Ásamt Chelsea-tvíeykinu er hin 23 ára gamla Ona Batlle, hægri bakvörður Man United, einnig orðuð við Bayern. Sú hefur ekki skrifað undir nýjan samning í Manchester-borg þó svo að Man Utd sé í bullandi titilbaráttu. Talið er að hún vilji vita hvort Man Utd verði í Meistaradeild Evrópu á næstu Evrópu þegar hún skrifar undir nýjan samning. Congrats to @OnaBatlle on your 50th #WSL appearance on Sunday! #MUWomen pic.twitter.com/HvIiyFa1hU— Manchester United Women (@ManUtdWomen) February 13, 2023 Sem stendur eru þrjár íslenskar landsliðskonur á mála hjá Bayern. Koma þessara þriggja mun ekki hafa mikil áhrif á stöðu markvarðarins Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Eriksson spila hins vegar sömu stöðu á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Harder spila báðar framarlega á vellinum. Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Arsenal og í undanúrslit þýska bikarsins.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira