Lineker út í kuldann vegna ummæla á samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2023 19:01 Gary Lineker á góðri stundu. Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Lineker gagnrýndi nýverið stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét pirring sinn í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur. Hann hefur því verið sendur í tímabundið leyfi en í gær, fimmtudag, stefndi Lineker enn á að stýra þættinum á laugardagskvöld. Well, it s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It s been overwhelming.— Gary Lineker (@GaryLineker) March 9, 2023 Í yfirlýsingu BBC segir: „Það hefur verið ákveðið að Lineker stýri ekki Match of the Day þangað til við höfum komist að samkomulagi um notkun hans á samfélagsmiðlum. Við höfum aldrei sagt að Gary ætti ekki að hafa skoðanir á pólitískum málum en við höfum sagt að hann megi ekki taka afstöðu með eða gegn þeim.“ Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, enska landsliðsins og tíður gestur þáttarins, stendur með Lineker og mun ekki mæta í þátt morgundagsins. Everybody knows what Match of the Day means to me, but I ve told the BBC I won t be doing it tomorrow. Solidarity.— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023 Sömu sögu er að segja af markamaskínuni fyrrverandi Alan Shearer, fyrrverandi framherja Newcastle United og enska landsliðsins. I have informed the BBC that I won t be appearing on MOTD tomorrow night.— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023 Match of the Day er markaþáttur þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1964. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Bretland Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Lineker gagnrýndi nýverið stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét pirring sinn í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur. Hann hefur því verið sendur í tímabundið leyfi en í gær, fimmtudag, stefndi Lineker enn á að stýra þættinum á laugardagskvöld. Well, it s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It s been overwhelming.— Gary Lineker (@GaryLineker) March 9, 2023 Í yfirlýsingu BBC segir: „Það hefur verið ákveðið að Lineker stýri ekki Match of the Day þangað til við höfum komist að samkomulagi um notkun hans á samfélagsmiðlum. Við höfum aldrei sagt að Gary ætti ekki að hafa skoðanir á pólitískum málum en við höfum sagt að hann megi ekki taka afstöðu með eða gegn þeim.“ Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, enska landsliðsins og tíður gestur þáttarins, stendur með Lineker og mun ekki mæta í þátt morgundagsins. Everybody knows what Match of the Day means to me, but I ve told the BBC I won t be doing it tomorrow. Solidarity.— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023 Sömu sögu er að segja af markamaskínuni fyrrverandi Alan Shearer, fyrrverandi framherja Newcastle United og enska landsliðsins. I have informed the BBC that I won t be appearing on MOTD tomorrow night.— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023 Match of the Day er markaþáttur þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1964. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Bretland Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira