Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 10:01 Gylfi Þór er mættur til Lyngby. Lyngby Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira