Rómverjar hafa byrjað tímabilið skelfilega og er José Mourinho þegar farinn að minna fólk á fyrri afrek sín en talið er að sæti hans sé orðið frekar heitt eftir slakt gengi. Lærisveinar José gáfu honum þó sigur í dag og segja má að Paulo Dybala hafi verið allt í öllu en hann lagði bæði mörk leiksins upp.
Á 22. mínútu renndi Dybala boltanum á Romelu Lukaku sem skoraði með frábæru skoti niðri í hægra hornið. Staðan 1-0 í hálfleik og þannig var hún þangað til á 83. mínútu leiksins. Þá tók Dybala aukaspyrnu sem endaði hjá Lorenzo Pellegrini, hann þrumaði boltanum í netið og staðan orðin 2-0. Reyndust það lokatölur leiksins.
Roma er nú með 8 stig í 12. sæti.