Hinn tvítugi Jude gekk í raðir Real eftir frábær þrjú ár hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi. Það má þó með sanni segja að honum líki lífið vel í Madríd en Jude hefur farið á kostum síðan tímabilið hófst.
Sem stendur hefur þessi öflugi miðjumaður skorað 10 mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 10 leikjum. Svo vel hefur Bellingham gengið að Real Madríd íhugar nú að sækja hinn 18 ára gamla Jobe Bellingham sem spilar með Sunderland.
Real Madrid reportedly sent scouts to watch Jobe Bellingham during the international break, per sources in Spain
— LiveScore (@livescore) October 16, 2023
Imagine that link-up pic.twitter.com/sumtv1DUMn
Í frétt El Nacional kemur fram að Juni Calafat, yfirnjósnari Real, hafi mætt á U-19 ára landsleik Englands og Svartfjallalands til að fylgjast með Jobe.
Jobe gekk í raðir Sunderland fyrir yfirstandandi tímabil og er ljóst að Sunderland mun ekki selja drenginn ódýrt sem hefur skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í 12 leikjum til þessa.
Það væri þó eflaust draumur fyrir þá bræður að sameina krafta sína á nýjan leik en báðir eru aldir upp hjá Birmingham City á Englandi.