Dregið var í riðla fyrir EM í dag þó enn sé óljóst hvaða þjóðir taka þrjú síðustu sætin. Ísland er sem stendur í B-leiðar umspilsins. Strákarnir okkar mæta Ísrael og svo Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum um sæti á EM fari svo að þeir vinni Ísrael.
Fari svo að Ísland vinni umspilsleikina tvo förum við í E-riðil ásamt þjóðunum sem nefndar eru hér að ofan. Hér að neðan má sjá riðla mótsins.
- A-riðill: Þýskaland, Skotland, Ungverjaland og Sviss.
- B-riðill: Spánn, Króatía, Ítalía og Albanía.
- C-riðill: Slóvenía, Danmörk, Serbía og England.
- D-riðill: Holland, Austurríki, Frakkland og sigurvegari A-leiðar umspilsins (Pólland, Wales, Finnland eða Eistland).
- E-riðill: Belgía, Slóvakía, Rúmenía og sigurvegari B-leiðar umspilsins (Ísland, Ísrael, Bosnía-Hersegóvína eða Úkraína).
- F-riðill: Tyrkland, Portúgal, Tékkland og sigurvegari C-leiðar umspilsins (Georgía, Grikkland, Kasakstan eða Lúxemborg).