Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 14:19 Orri Hlöðversson hefur sem formaður ÍTF átt sæti í stjórn KSÍ. Hann, eða staðgengill hans, mætti samkvæmt núgildandi lögum vera í launuðu starfi eða sitja í stjórn einhvers af aðildarfélögum KSÍ, einn stjórnarmanna KSÍ. Vísir/Vilhelm Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Íslenskur toppfótbolti er nafnið á hagsmunasamtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum Íslands. Þau eiga einn fulltrúa í stjórn KSÍ og er það jafnframt eini stjórnarmaður KSÍ sem má vera í ólaunuðu starfi eða stöðu hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Stjórn KSÍ leggur til að þessu verði breytt þannig að allir fulltrúar í stjórn KSÍ séu óháðir aðildarfélögum KSÍ. Það er að segja að þeir séu ekki í launuðu starfi, stjórn eða ráði hjá neinu aðildarfélagi. Í rökstuðningi með tillögu stjórnarinnar segir meðal annars að það sé ekki í samræmi við lýðræðislega og góða stjórnarhætti að undanskilja einn aðila í stjórn KSÍ frá hæfisskilyrðum, og að engin sýnileg, gild ástæða sé fyrir því að fulltrúi ÍTF sé undanskilinn. ÍTF vill leyfa öllu stjórnarfólki að tengjast einnig aðildarfélagi ÍTF leggur hins vegar til að lögunum verði breytt þannig að allt stjórnarfólk KSÍ megi samhliða þeirri stjórnarsetu sitja í stjórnum eða vera formaður ráða hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Þeir megi þó áfram ekki vera í launuðu starfi hjá aðildarfélagi. Í rökstuðningi segir stjórn ÍTF að eins og lögin séu núna þá geti það þýtt að reynslumestu aðilarnir séu ekki kjörgengir til að taka þátt í að stjórna knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Afar lítil hætta sé á hagsmunaárekstrum því málefni einstakra félaga séu sjaldnast til umræðu eða afgreiðslu þar. Ársþing KSÍ fer fram 24. febrúar næstkomandi. Kosið verður í nýja stjórn og ljóst er að þrír sækjast eftir sæti formanns sambandsins, þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga stjórnar ÍTF KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti er nafnið á hagsmunasamtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum Íslands. Þau eiga einn fulltrúa í stjórn KSÍ og er það jafnframt eini stjórnarmaður KSÍ sem má vera í ólaunuðu starfi eða stöðu hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Stjórn KSÍ leggur til að þessu verði breytt þannig að allir fulltrúar í stjórn KSÍ séu óháðir aðildarfélögum KSÍ. Það er að segja að þeir séu ekki í launuðu starfi, stjórn eða ráði hjá neinu aðildarfélagi. Í rökstuðningi með tillögu stjórnarinnar segir meðal annars að það sé ekki í samræmi við lýðræðislega og góða stjórnarhætti að undanskilja einn aðila í stjórn KSÍ frá hæfisskilyrðum, og að engin sýnileg, gild ástæða sé fyrir því að fulltrúi ÍTF sé undanskilinn. ÍTF vill leyfa öllu stjórnarfólki að tengjast einnig aðildarfélagi ÍTF leggur hins vegar til að lögunum verði breytt þannig að allt stjórnarfólk KSÍ megi samhliða þeirri stjórnarsetu sitja í stjórnum eða vera formaður ráða hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Þeir megi þó áfram ekki vera í launuðu starfi hjá aðildarfélagi. Í rökstuðningi segir stjórn ÍTF að eins og lögin séu núna þá geti það þýtt að reynslumestu aðilarnir séu ekki kjörgengir til að taka þátt í að stjórna knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Afar lítil hætta sé á hagsmunaárekstrum því málefni einstakra félaga séu sjaldnast til umræðu eða afgreiðslu þar. Ársþing KSÍ fer fram 24. febrúar næstkomandi. Kosið verður í nýja stjórn og ljóst er að þrír sækjast eftir sæti formanns sambandsins, þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga stjórnar ÍTF
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti