Fótbolti

Hildur og fé­lagar með fullt hús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Antonsdóttir í leik með íslenska landsliðinu en hún er að taka sín fyrstu skref í spænsku deildinni.
Hildur Antonsdóttir í leik með íslenska landsliðinu en hún er að taka sín fyrstu skref í spænsku deildinni. Getty/Severin Aichbauer

Hildur Antonsdóttir lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Madrid CFF í spænsku deildinni í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Espanyol.

Hildur hafði komið inn á sem varamaður í sigri liðsins í fyrstu umferðinni. Liðið er því með sex stig af sex mögulegum eftir tvær umferðir.

Hildur var tekin af velli fimm mínútum eftir að Madrid lenti undir á 61. mínútu leiksins.

Madrid náði að jafna metin þremur mínútum síðar þegar hin norska Kamilla Melgård skoraði.

Liðinu tókst síðan að ná inn sigurmarkinu á 89. mínútu þegar varamaðurinn Bárbara Lopez skoraði eftir stoðsendingu frá fyrrnefndri Melgård.

Hildur gerði þó vel þessar 65 mínútur sem hún spilaði en landsliðskonan bjó til þrjú færi fyrir liðsfélaga sína og 75 prósent sendinga hennar heppnuðust samkvæmt tölfræði Fotmob.

Madrid CFF er með sex stig eins og stórlið Barelona og Real Madrid en Espanyol er stigalaust á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×