Fótbolti

Há­kon Arnar kom inn af bekknum í mikil­vægum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar er að snúa til baka eftir meiðsli.
Hákon Arnar er að snúa til baka eftir meiðsli. Ahmad Mora/Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson lék síðustu mínúturnar í frábærum 2-1 útisigri Lille á Bologna. Landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undnafarnar vikur eftir að meiðast á æfingu með íslenska landsliðinu.

Hákon Arnar spilaði níu mínútur í 1-0 sigri á Stade Rennais í frönsku deildinni um liðna helgi. Í kvöld kom hann inn af bekknum þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. 

Kom hann inn fyrir Ngalayel Mukau en sá skoraði bæði mörk Lille í kvöld. Jhon Lucumi skoraði mark heimamanna í Bologna sem sátu eftir með sárt ennið, lokatölur 1-2.

Sigurinn lyftir Lille upp í 12. sætið með 10 stig líkt og Bayer Leverkusen, Arsenal, Monaco, Aston Villa, Sporting og Brest. Á sama tíma er Bologna með eitt stig í 33. sæti.

Önnur úrslit

  • Rauða Stjarnan 5-1 Stuttgart
  • Sturm Graz 1-0 Girona
  • Celtic 1-1 Club Brugge
  • Zagreb 0-3 Borussia Dortmund
  • Monaco 2-3 Benfica
  • PSV 3-2 Shakhtar Donetsk

Tengdar fréttir

Dramatík á Villa Park

Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Liver­pool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst

Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×